Eldhús

Við leggjum áherslu á að kaupa inn ferskt hráefni og búa til rétti frá grunni. Unnar matvörur eru í algjöru lágmarki, þá helst kjötálegg. Hollusta er í hávegum höfð og lífrænt hráefni mikið notað. Dæmi um lífrænar vörur eru t.d. haframjöl, rúsínur, spelthveiti, nýrna- og kjúklingabaunir, rauðar og brúnar linsur, chiafræ, kínóa, tómatsósa, kókosmjólk, pasta, egg og fleira.

Vatn er með öllum mat og alltaf í boði fyrir börnin á milli mála, bæði innandyra sem utan.  Mjólk er í boði með morgunmat og í síðdegishressingu ásamt vatni.

Morgunverður er kl. 8:15 - 8:45* Þá er hafragrautur alla daga
Ávextir eru með morgunmat eða rétt á eftir, eins eru ávextir í boði fyrir börn sem dvelja til 17. 
Hádegisverður er kl. 11:30 á Brekku og Lundi en kl 12:00 á Bala og Laut
Síðdegishressing er kl. 14:30 þá er heimabakað brauð þar sem notað er spelt, heilhveiti og ýmist korn og í boði er fjölbreyttar álagstegundir. 

Matseðill er birtur á heimasíðu leikskólans en matráður áskilur sér rétt á að breyta matseðli án fyrirvara.

*Börnin þurfa að vera mætt í morgunverð kl. 8:30 svo þau hafi nægan tíma til að borða áður en leikskólastarf hefst.


Foreldravefur 180x85