Grænfáninn

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Þátttökuskólar miða að því að geta flaggað alþjóðlegu viðurkenningunni Grænfánanum.

Markmið verkefnisins er að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Um Skóla á grænni grein má lesa á heimasíðu Landverndar undir flipanum Grænfáninn.

Leikskólinn Heiðarborg er einnig með Facebook hóp fyrir umhverfismál og er öllum velkomið að skrá sig þar inn til að geta fylgst betur með.


Foreldravefur 180x85