Drull og sull

drullumallVissir þú að 29.júní er alþjóðlegur drullumalladagur?
Þetta vissum við og nýttum tækifærið til að sulla og baka drullukökur í góða veðrinu sem var þann daginn.
Hver og einn einasti bakari hefði verið stoltur af öllum flottu kökunum sem voru "bakaðar" í garðinum á Heiðarborg þann 29.júní síðastliðinn.

Lesa >>


sumarhátíð 2022

sumarhátíðÁ hverju sumri höldum við sumarhátíð með foreldrafélagi skólans og í ár var hátíðin haldin fimmtudaginn 16.júní. Við hófum daginn á því að fara í skrúðgöngu um hverfið en síðan fengum við Grænfánann afhendan í sjötta sinn. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og eftir hádegið...

Lesa >>


Afmæli

Blær á afmæli1. júní er hátíðardagur hjá okkur því þá á bæði leikskólinn og bangsavinurinn okkar hann Blær afmæli. Í tilefni dagsins söfnuðust allir saman í salnum og sungu afmælissönginn. Litur dagsins....

Lesa >>


Fjölmenning

AfganistanUndanfarið höfum við verið að skoða þann mikla fjölbreytileika sem finna má á landinu okkar og kynnast siðum og venjum í öðrum löndum. Börnin á Lundi hafa t.d. fengið að smakka ýmis framandi ávexti, krydd og önnur matvæli, klætt sig upp í öðruvísi fatnað en við eigum að venjast. Á myndinni....

Lesa >>


Öskudagur 2022

öskudagur 01Það var gaman hjá okkur á öskudaginn. Allir, sem vildu, mættu í búining og þvílík flóra. Það voru ballerínur, kúrekar, prinsessur og risaeðla, Batman, sjóræningjar, api og margt, margt fleira. Allir dilluðu sér við dynjandi danstónlist á grímuballinu okkar og að lokum var "kötturinn sleginn úr tunnunni" en tunnan var kassi fullur af heilsusamlegu nammi.
Skemmtilegur dagur 😀

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85